Fótbolti

Evrópu­draumur Aston Villa úti

Siggeir Ævarsson skrifar
Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörk Olympiacos í kvöld og fimm af sex mörkum liðsins alls í viðureigninni
Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörk Olympiacos í kvöld og fimm af sex mörkum liðsins alls í viðureigninni vísir/Getty

Síðasta von Englendinga um árangur í Evrópukeppni var slegin í rot í kvöld þegar Aston Villa tapaði 2-0 í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar gegn gríska liðinu Olympiacos og samanlagt 6-2.

Villa voru í brekku fyrir leikinn en fyrri leikur liðanna í Birmingham endaði 2-4. Villamenn þurftu því á einhverskonar kraftaverki að halda í kvöld en það kom aldrei. 

Markahrókurinn Ayoub El Kaabi, sem skoraði þrennu í fyrri leiknum, kom heimamönnum á bragðið strax á 10. mínútu og gerði svo út um leikinn á þeirri 78.

Olympiacos er því á leið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þann 29. maí þar sem liðið mætir Fiorentina frá Ítalíu. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Olympiacos sem liðið kemst í úrslitaleik í Evrópukeppni. 

Úrslitin þýða að ekkert enskt lið mun leika til úrslita í Evrópukeppni þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×