Innlent

Skjálfta­hrina og skyndi­legt brott­hvarf þjálfara

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
dddd

Skammvinn skjálftahrina reið yfir við Sundhnúksgígaröðina í nótt. Um þrjátíu smáir skjálftar riðu þá yfir á einum og hálfum klukkutíma. Farið verður yfir stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Einnig verður rætt við heilbrigðisráðherra sem hefur miklar áhyggjur af vaxandi vinsældum fæðinga án aðkomu fagfólks. Þá heyrum við í meistaranema við Háskóla Íslands sem er í nýstofunum samtökum kennara og nemenda sem vilja að skólinn beiti sér fyrir friði á Gasa og taki skýra afstöðu.

Einnig förum við yfir áhugaverðar vendingar í Júróvisíon, þar sem Ísreal er á mikilli siglingu í veðbönkum, ræðum við Kristínu Ólafsdóttur sem fær til sín maka forestaframbjóðenda í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir stórtíðindi úr norsku knattspyrnunni; skyndilegt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr stöðu þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins FK Haugesund.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×