Enski boltinn

Mikel Arteta missti af mögu­leikanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta sést hér svekkja sig á hliðarlínunni í leik Arsenal og Everton í lokaumferðinni í gær.
Mikel Arteta sést hér svekkja sig á hliðarlínunni í leik Arsenal og Everton í lokaumferðinni í gær. Getty/Shaun Botterill

Met José Mourinho lifir áfram vegna þess að Manchester City vann enska meistaratitilinn i fótbolta í gær en ekki Arsenal.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefði nefnilega slegið met Mourinho tækist Arsenal að tryggja sér enska meistaratitilinn á þessu tímabili.

Mourinho er yngsti stjórinn í sögunni til að vinna ensku úrvalsdeildina en hann var bara 42 ára og 94 daga gamall á lokadeginum þegar hann gerði Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea að meisturum á 2004-05 tímabilinu.

Arteta var 42 ára og 54 daga gamall á lokadegi tímabilsins í gær.

Arteta var í frábærri stöðu að slá þetta met en Arsenal tókst ekki að halda út á lokasprettinum.

Það er líka erfitt að sjá einhvern annan bæta þetta met í bráð.

Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, verður sem dæmi 46 ára gamall í september næstkomandi. Hann slær því þetta met ekki.

Hefði Liverpool aftur á móti ráðið Portúgalann Rúben Amorim þá hefði hann fengið nokkur tímabil í að slá þetta met enda bara 39 ára gamall síðan í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×