Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

16. maí 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör í aðal­hlut­verki hjá Lauf­eyju

Tónlistarkonan og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún mun gefa út sína þriðju plötu, A Matter of Time, þann 22. ágúst næstkomandi. Platan kemur út á vínyl og í tengslum við útgáfuna birti hún myndband á TikTok þar sem hún dansar og syngur við lag Herra Hnetusmjörs, Elli Egils, á meðan hún áritar tugþúsundir eintaka.

Lífið
Fréttamynd

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“

Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Metþát­taka al­mennings í út­boði Ís­lands­banka lyftir upp öllum markaðinum

Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til.

Innherji