Körfubolti

„Spilum eins og það sé enginn morgun­dagur“

Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Körfubolti

Upp­gjör, við­töl og myndir: Grinda­vík-Valur 93-89 | Gulir jöfnuðu metin

Grindavík jafnaði metin í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta þökk sé ótrúlegum fjórða leikhluta gegn Val. Framan af leik stefndi allt í að Valur væri að komast 2-0 yfir í einvíginu en gulklæddir Grindvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Staðan í einvíginu því jöfn 1-1 fyrir næsta leik liðanna sem fram fer á Hlíðarenda á föstudag.

Körfubolti

„Þetta eru tvö dúndurlið“

Sverrir Þór Sverrisson var ánægður með frammistöðu síns liðs í sigrinum á Njarðvík í kvöld. Hann sagði einvíginu hvergi nærri lokið þó staðan væri orðin 2-0 fyrir Keflavík.

Körfubolti

Elvar stiga­hæstur í grátlegu tapi

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti maður vallarins er PAOK mátti þola grátlegt þriggja stiga tap í framlengdum leik gegn Panathinaikos í úrslitakeppni gríska körfuboltans í kvöld, 96-99.

Körfubolti

Jóhann: Brotnuðum auð­veld­lega

Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik.

Körfubolti

Kristinn: Varnar­leikur, varnar­leikur og varnar­leikur

Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim.

Körfubolti

Vals­menn endur­heimta Kára á besta tíma

Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins.

Körfubolti

Jafnaði met mömmu sinnar 29 árum síðar

Björg Hafsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að skora bæði fimm og sex þrista í einum leik í lokaúrslitum kvenna í körfubolta. Hún hefur átt metið hjá íslenskum leikmanni frá árinu 1993 en í gær bættist fjölskyldumeðlimur í hópinn.

Körfubolti