Handbolti

Frost í sókn en sveinar Dags mörðu sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Dagur Sigurðsson stýrir Króatíu á Ólympíuleikunum í sumar og svo á heimavelli á HM í janúar.
Dagur Sigurðsson stýrir Króatíu á Ólympíuleikunum í sumar og svo á heimavelli á HM í janúar. Getty/Marco Steinbrenner

Eftir sex marka tap gegn Noregi á fimmtudag náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu í handbolta að merja sigur á Argentínu í dag, á æfingamóti í Osló, 20-19.

Liðunum gekk illa að skora í leiknum í dag eins og lokatölurnar bera með sér. Argentína komst í 5-1 en Króatar voru yfir í hálfleik, 11-10, og komust mest í 15-11.

Þeir urðu þó að láta eins marks sigur nægja þrátt fyrir að Matej Mandic næði að verja 20 skot í markinu, samkvæmt frétt 24 Sata. Ivan Martinovic var markahæstur í dag með átta mörk.

Eins og fyrr segir töpuðu Króatar 32-26 fyrir heimamönnum í Noregi á fimmtudaginn og lokaleikur þeirra á mótinu er svo við heimsmeistara Danmerkur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×