Sport

Leiðin að lengsta skíðastökki allra tíma

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ryoyu Kobayashi stökk 291 meter á skíðum í Hlíðarfjalli í apríl, sem er lengsta skíðastökk sem framkvæmt hefu verið, en ekki gilt heimsmet.
Ryoyu Kobayashi stökk 291 meter á skíðum í Hlíðarfjalli í apríl, sem er lengsta skíðastökk sem framkvæmt hefu verið, en ekki gilt heimsmet. Redbull/Skjáskot

Á Youtube er nú vinsælt myndband í dreifingu sem sýnir skíðastökkið sem framkvæmt var á Akureyri í apríl og allan undirbúning þess. Japaninn Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri 24. apríl síðastliðinn.

Planið var að slá heimsmet í skíðastökki, en heimsmetið í skíðastökki var 253,5 metrar og í eigu Austurríkismannsins Stefan Kraft. Japaninn stökk svo 291 metra, en stökkið uppfyllti ekki næg skilyrði til að verða skráð sem heimsmet. Stökkið er þó lengsta skíðastökk sem framkvæmt hefur verið.

Í myndbandinu kemur fram að ekki hafi verið til nógu stór skíðastökkpallur í heiminum, þannig þeir þurftu að smíða sinn eigin. Fram kemur að leitað hafi verið að hinni fullkomnu brekku um allan heiminn, og endað í Hlíðarfjalli. Stökkpallurinn var svo smíðaður af verkfræðistofunni COWI á Akureyri í samstarfi við redbull.

Kobayashi var á Akureyri í nokkrar vikur í stífum æfingum og gerði margar atlögur að metinu. 


Tengdar fréttir

Heimsmet Japanans gildir ekki

291 meters skíðastökk Japanans Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær verður ekki skráð sem heimsmet þó að það hafi verið lengra en gildandi heimsmet. Alþjóðaskíðasambandið segir stökkið ekki hafa uppfyllt skilyrði þess.

Japaninn sló heims­met í Hlíðar­fjalli

Japaninn Ryoyu Kobayashi sló í dag heimsmet í skíðastökki þegar hann stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri. Metið fyrir tilraun Kobayashi var 253,5 metrar og í eigu Austurríkismannsins Stefan Kraft. 

Vöknuðu fyrir allar aldir til að gera aðra atlögu

Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi gerði í morgun aðra atlögu að því að stökkva yfir 300 metra í Hlíðarfjalli í dag. Mikil leynd hvílir yfir viðburðinum sem er hluti af markaðssetningu Red Bull drykkjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×