Íslenski boltinn

Meiðsla­vand­ræði Vestra virðast engan enda ætla að taka

Aron Guðmundsson skrifar
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, hefur þurft að eiga við meiðsli lykilmanna liðsins í upphafi móts.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, hefur þurft að eiga við meiðsli lykilmanna liðsins í upphafi móts. Vísir/Pawel

Ný­liðar Vestra í Bestu deildinni hafa heldur betur fengið vænan skammt af meiðsla­vand­ræðum í upp­hafi frum­raunar sinnar í Bestu deildinni. Félagið greindi frá því í morgun að miðju­maðurinn Fatai Gba­da­mosi sé rif­beins­brotinn og verður hann frá í tólf vikur.

Fatai hafði byrjað tíma­bilið af krafti en nú greinir Vestri frá því að eftir sam­stuð á æfingu liðsins fyrr í vikunni hafi komið í ljós að Fatai hefði ribeins­brotnað við högg sem hann fékk og að hann verði því í kjöl­farið frá í tólf vikur.

Á­fall fyrir lið Vestra sem hefur nú þegar misst öfluga leik­menn á borð við Eið Aron Sigur­björns­son og Mor­ten O­hlsen Han­sen í meiðsli. Eiður Aron ristar­brotnaði í leik með Vestra gegn HK í fjórðu um­ferð Bestu deildarinnar á meðan að Mor­ten þurfti að fara meiddur af velli gegn Fram í fyrstu um­ferðinni. Þá fór miðju­maðurinn Tarik I­bra­himagic meiddur af velli gegn FH í síðustu um­ferð en virðast þau meiðsli smávægileg. Fyrir mót var greint frá því að Gustav Kjeldsen, einn besti leikmaður liðsins frá síðasta tímabili, hefði slitið hásin.

Vestri, sem hefur halað inn sex stigum úr fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni, laut í lægra haldi gegn ÍA á Akra­nesi í bar­áttu ný­liða deildarinnar í gær. Vestra­menn eiga næst leik gegn KA í Mjólkur­bikarnum og svo taka þeir á móti ríkjandi Ís­lands- og bikar­meisturum Víkings Reykja­víkur í næstu um­ferð Bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×