Lífið

Leik­­konan sem lék fyrsta fórnar­lambið í Ó­kindinni er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Susan Backlinie árið 2017.
Susan Backlinie árið 2017. Getty

Bandaríska sundkonan og leikkonan Susan Backlinie er látin, 77 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk konunnar sem var fyrst til að deyja af völdum hákarlsins skæða í kvikmyndinni Ókindinni, eða Jaws, frá árinu 1975.

Sky News segir frá þessu og vísar í síðuna The Daily Jaws. Í upphafsatriði Jaws, sem var í leikstjórn Steven Spielberg, mátti sjá Chrissie Watkins, persónu Backlinie, hlaupandi á ströndinni að kvöldlagi áður en hún heldur allsber út í sjóinn. Síðar mátti svo sjá hvernig hún er toguð niður undir yfirborðið.

Backlinie var verðlaunasundkona þegar hún landaði hlutverkinu.

Í heimildarmyndinni Jaws: The Inside Story sem fjallaði um gerð myndarinnar sagði Spielberg að atriðið með Backlinie hafi verið eitt áhættusamasta áhættuatriði sem hann hafi nokkurn tímann leikstýrt. Þar hafi tíu menn togað í Backlinie sem varð til þess að hun hreyfðist þannig að það liti út fyrir að hún hafi verið í gini hákarls.

Backlinie vann aftir með Spielberg í myndinni 1941 frá árinu 1979 þar sem hún skopstældi persónu sína úr Jaws.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×