Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Síðasti naglinn í lík­kistu innan­lands­flugs?

Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Erlent
Fréttamynd

Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins

Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944.

Innlent
Fréttamynd

Við­tal á Stöð 2 kveikir upp í fær­eyskum stjórn­málum

Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað

Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum.

Viðskipti
Fréttamynd

Hafna til­boðum í á­ætlunar­flug milli Reykja­víkur og Horna­fjarðar

Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024.

Innlent
Fréttamynd

Þróun ES-30 flug­vélarinnar flutt frá Sví­þjóð til Kali­forníu

Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Flug­vél Icelandair þurfti að snúa við

Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við.

Innlent
Fréttamynd

Fá í fyrsta sinn að klæðast striga­skóm

6. maí síðastliðinn var flugáhöfnum hollenska flugfélagins KLM heimilt að klæðast strigaskóm í stað hæla- og fínum leðurskóm við störf sín í háloftunum. Félagið segir breytinguna stuðla að vellíðan og afköstum starfsmanna í takt við tímann.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hvar er Gor­don Gekk­o?“ er spurt í hag­stæð­u verð­mat­i fyr­ir Icel­and­a­ir

Spákaupmenn virðast hafa yfirgefið Icelandair. Gengi flugfélagsins hefur helmingast á nokkrum mánuðum, óháð undirliggjandi verðmætum, segir í hlutabréfagreiningu en Icelandair er þar verðmetið langt yfir markaðsvirði. Íslenskur hlutabréfamarkaður er óskilvirkur um þessar mundir sem endurspeglist best með fasteignafélögin þar sem markaðsverð er langt undir varlega metnu bókfærðu virði. Fjárfestar virðast verðleggja þau „norður og niður“ rétt eins og Icelandair.

Innherji
Fréttamynd

Fær­eyingar á­forma 4.500 króna að­gangs­eyri á alla ferða­menn

Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta flugið til Ís­lands var hluti heimsviðburðar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu.

Innlent