Fréttir

„Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“

Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. 

Innlent

Veður fer batnandi eftir ó­veður helgarinnar

Veður fer batnandi í dag eftir að mikið hvassviðri og skúrahryðjur herjuðu á landsmenn um liðna helgi. Spáð er suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu og að það dragi smám saman úr skúrunum þannig að lítið sem ekkert eftir af þeim seinnipartinn.

Veður

Rezni­kov ekki lengur varnar­mála­ráð­herra Úkraínu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf.

Erlent

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Innlent

Þriðji sem lætur lífið af völdum CJS á Íslandi

Kona á miðjum aldri lést á síðasta ári skömmu eftir að hafa greinst með hinn sjaldgæfa Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm. Sjúkdómurinn hafði tvisvar áður greinst hér á landi og létust báðir einstaklingar stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins. 

Innlent

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta“

Claudia Gockel býr á Nýlendu í Suðurnesjabæ, ekki langt fyrir utan Sandgerði. Mikill sjógangur var á svæðinu í gær og flæddi yfir sjóvarnargarða. Fór sem svo að sjór umlykti hús Claudiu og þurfti hún að vaða upp að hnjám til að komast út.

Innlent

Í hungur­verk­falli vegna á­kvörðunar Svan­dísar

Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts.

Innlent

„Líf fatlaðs barns er ekki einka­mál þess heldur er það líf allrar fjöl­skyldunnar”

„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Innlent

Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“

Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. 

Innlent

Hamborgarakeðjur í hremmingum

Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt.

Erlent

Fékk ekkert nema já­kvæð við­brögð þegar hún kynnti á­kvörðunina

Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. 

Innlent

Sjö særðir eftir sprengingu í fjöl­býlis­húsi í Norr­köping

Sjö eru særðir, þar á meðal eitt barn, eftir sprengingu í íbúðarhúsi í Norrköping í Svíþjóð snemma í morgun. Tilkynning barst viðbragðsaðilum um sprenginguna klukkan sex að staðartíma og þurftu þá 150 íbúar fjölbýlishússins að rýma það. Tveir hafa verið handteknir. 

Erlent

Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu

Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aftakaveður og mikil sjóhæð lék íbúa Suðurnesja grátt í nótt. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast og þurftu meðal annars að koma íbúum húss, sem var umlukið sjó, til bjargar. Í hádegisfréttum heyrum við í björgunarsveitarmanni sem tók þátt í aðgerðum í nótt. 

Innlent

Óð út í Reynis­fjöru með göngu­grind

Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.  

Innlent

Var látinn þegar náðist til hans

Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda.

Innlent

Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir.

Innlent

Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum.

Erlent

Sam­mála um að brott­hvarfið tengist ekki erjum

Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. 

Innlent

83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi

Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum.

Innlent