Erlent

Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós

Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata.

Erlent

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu

Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

Erlent

Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir

Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir.

Erlent

Fjármálastjóri Trump gefur sig fram

Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot.

Erlent

Ásakendur Cosby slegnir

Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni.

Erlent

Kviknað í bænum eftir röð hitameta

Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C.

Erlent

Segir ekki nægan stuðning fyrir hægri­stjórn og skilar um­boðinu

Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn.

Erlent

Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump

Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota.

Erlent

Cos­by kominn heim

Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld.

Erlent

Donald Rumsfeld er dáinn

Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

Erlent

Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun

Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.

Erlent

Dómurinn yfir Bill Cos­by ó­giltur

Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu.

Erlent

Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu

Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt.

Erlent

Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi

Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl  í síðasta lagi í dag.

Erlent

Segir af sér sem ráð­herra til að koma ó­stýr­látum vara­þing­manni frá

Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra.

Erlent

Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst

Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar.

Erlent

Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar

Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Erlent

Varar við borgarastyrjöld í Afganistan

Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu.

Erlent