Fótbolti

Meistarar Madrid halda á­fram að vinna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brahim Diaz fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Madrídinga í leik kvöldsins.
Brahim Diaz fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Madrídinga í leik kvöldsins. Clive Brunskill/Getty Images

Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið heimsótti fallið lið Granada í spænsku úrvaldeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Madrídingar hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur og hafði liðið unnið sjö deildarleiki í röð fyrir leik kvöldsins. Raunar hefur Real Madrid ekki tapað síðan liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar gegn nágrönnum sínum í Atlético Madrid þann 18. janúar síðastliðinn.

Leikur kvöldsins gegn Granada var áframhald á góðu gengi Madrídinga. Fran Garcia og Arda Guler sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik og Brahim Diaz bætti tveimur mörkum við með tíu mínútna millibili snemma í síðari hálfleik.

Niðurstaðan varð því 4-0 sigur Real Madrid sem trónir á toppi spænsku deildarinnar með 90 stig eftir 35 leiki, en Granada situr í næst neðsta sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×