Innlent

Mikið vesen á veitinga­stöðum borgarinnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið líflegt á veitingastöðum borgarinnar í gærkvöldi.
Það virðist hafa verið líflegt á veitingastöðum borgarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi þar sem ölvaðir einstaklingar og óvelkomnir voru að valda vandræðum.

Lögregla var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem var sagður sofa ölvunarsvefni á veitingastað. Viðkomandi reyndist ófær um að gera á sér skil og var ekki með nein skilríki á sér.

Var hann vistaður í fangageymslu, þar sem hann mun dvelja þar til rennur af honum.

Annað sambærilegt tilvik rataði einnig á borð lögreglu, þar sem einstaklingur svaf ölvunarsvefni á veitingastað, en í því tilviki tókst að vekja viðkomandi og vísa út.

Aðstoðar lögreglu var einnig óskað á veitingastöðum vegna ölvaðs einstaklings sem neitaði að hafa sig á brott og vegna einstaklings með ógnandi tilburði. 

Þá barst lögreglu tilkynning um þjófnað á eigum viðskiptavinar veitingastaðar.

Ein tilkynning barst um innbrot í fyrirtæki og óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun, þar sem viðskiptavinir voru til vandræða. Lögregla var einnig köllu til á endurvinnslustöð þar sem einstaklingur var á ferð um miðja nótt.

Ein tilkynning barst um að barn hefði fallið af reiðhjóli og önnur um umferðaróhapp þar sem bifreið var ekið á aðra kyrrstæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×