Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjöl­býlis­hús hrundi í Belgorod

Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælin gegn „rúss­nesku“ lögunum stækka enn

Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíflis í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Sauð upp úr milli bónda og dýra­verndunar­sinna

Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta fyrir­komu­lagi við út­hlutun plássa

Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

„Maður getur varla í­myndað sér hvað þarf að koma til“

Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Hand­taka hælis­leit­enda og brott­rekstur Hollands úr Euro­vision

Lögmaður þriggja kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Hitaveitulögn sprakk í Breið­holti

Heitavatnslaust er í Breiðholti eftir að hitaveitulögn virðist hafa sprungið þar í morgun. Íbúar eru beðnir um að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kemst á að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Rigning í kortunum í kvöld

Von er á rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld, þegar lægð sem er suðvestur af landinu færist nær Íslandi. Þessi lægð hefur beint mildri sunnan og suðaustanátt til landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hættir bara ekki”

Aron Kristinn Lýðsson hefur í tæpt ár setið undir linnulausu áreiti af hálfu einstaklings sem siglir undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlum. Einstaklingurinn hefur borið á hann ásakanir um þjófnað og líkamsárás sem eigi sér enga stoð í veruleikanum, og áreitt hann stöðugt með símtölum og skilaboðum. 

Innlent
Fréttamynd

Evrópa böðuð bleiku

Óvenju sterkur sólstormur skapaði í nótt umfangsmikla ljósasýningu á stórum hluta jarðarinnar. Himininn yfir Evrópu var víða bleikur á litinn og norðurljós sáust víða um heimsálfuna.

Erlent
Fréttamynd

Hótaði lög­reglu­þjónum og fjöl­skyldum þeirra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu handtóku í gær mann sem reyndi sparka í þá. Við handtökuna hótaði hann einnig lögregluþjónunum og fjölskyldum þeirra lífláti. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi verið vistaður í fangaklefa „þar til rennur af honum víman“ og hægt verður að taka af honum skýrslu.

Innlent