Upp­gjörið: Eist­land - Ís­land 24-37 | Gengu örugg­lega frá Eistum og tryggðu far­seðil á HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson nýtti tækifærið vel og spilaði frábæran leik í dag. Kom óvænt aftur inn undir lokin og endaði markahæstur með 9 mörk.
Orri Freyr Þorkelsson nýtti tækifærið vel og spilaði frábæran leik í dag. Kom óvænt aftur inn undir lokin og endaði markahæstur með 9 mörk. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images

Ísland tryggði sér farseðil á heimsmeistaramótið í handbolta 2025 með afar öruggum 24-37 sigri gegn Eistlandi ytra. Ísland vann fyrri leik liðanna 50-25 og einvígið samanlagt 87-49.

Það var allt annað yfirbragð á Eistunum í þessum leik en þeim fyrri. Mun þéttari varnarleikur og ágætis sóknarleikur á köflum.

Þeim tókst að loka vel á ýmislegt sem Ísland reyndi en liðið býr yfir fjölbreyttu vopnabúri og réðst til árásar þegar og þar sem tækifærin gáfust.

Ómar Ingi Magnússon var fremstur í flokki og raðaði inn sjö mörkum í fyrri hálfleik. Gísli Þorgeir dreifði boltanum og gaf góðar stoðsendingar. Þá var mikið leitað út í vinstra hornið á Orra Frey Þorkelsson sem átti frábæran fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk líkt og Ómar. Hálfleikstölur 13-18.

Í seinni hálfleik voru margar breytingar gerðar á íslenska liðinu. Ágúst Elí kom inn í markið, róterað mikið og allir leikmenn fengu mínútur, hornamönnunum var skipt út en Orri Freyr kom reyndar aftur inn þegar Bjarki Már skaut í andlit markmanns úr víti. Ómar Ingi Magnússon kom ekki meira við sögu í seinni. 

Eistar gáfu aðeins eftir í seinni hálfleik og hleyptu íslenska liðinu lengra fram úr. Vörnin sem hélt þokkalega í fyrri hálfleik opnaðist á ný og ef ekki hefði verið fyrir markmanninn Rasmus Ots hefði endað mun verr. Hann endaði með alls 14 varin skot. 

Ísland sigldi samt örugglega út úr þessu verkefni og verður meðal þjóða á HM 2025 sem fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu. 

Atvik leiksins

Hendrik Koks gaf eistneskum áhorfendum ástæðu til að gleðjast þegar hann skoraði skemmtilegt sirkusmark á 48. mínútu eftir sendingu frá Jurgen Rooba í hægra horninu.

Dómarar – 8

Lettarnir Edmunds Bogdanovs og Ivars Cernavksis héldu utan um flauturnar. Litháinn Valdas Gecevicius var eftirlitsmaður.

Edmunds fékk boltann í sig á 52. mínútu og stöðvaði skyndisókn Íslands eftir varið skot og sendingu frá markverðinum Ágústi Elí. Eitt skipti sem var augljóslega brotið á Einari Þorsteini í skotinu.

Að öðru leyti alls ekkert út á þá að setja.

Stjörnur og skúrkar

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir allt í öllu í fyrri hálfleik sérstaklega. Óðinn Ríkharðsson átti frábæran seinni hálfleik, kom 6 mörkum að. Viggó Kristjánsson var þá í stærru hlutverki og skoraði fimm. Orri Freyr kom aftur inn undir lokin og endaði markahæstur með 9 mörk.


Tengdar fréttir

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira