Skoðun

Er hægt að fá bólu­setningu gegn "Besserwisserum"?

Eygló Halldórsdóttir skrifar

Nú líður að kosningu til embættis forseta Íslands.

Sérhver kjósandi fær eitt atkvæði til umráða og aðeins eitt. Það atkvæði er hvorki til láns eða sölu. Kjósandi getur valið milli 12 frambjóðenda eða skilað auðu, ógilt atkvæði sitt eða jafnvel setið heima. Viðkomandi þarf ekki að taka við fyrirmælum frá neinum um hvernig þetta eina atkvæði er notað, hvorki frá foreldrum, börnum, maka, vinum eða valdamönnum né neinu öðru forræðishyggjufólki eða "alvísu".

Ákvörðun kjósandans sjálfs um hver hlýtur eða hlýtur ekki atkvæðið er leynileg og jafnmerkileg þó aðrir kjósendur segist ætla að kjósa þann sama eða einhvern annan frambjóðanda.

Þetta er ekki keppni í að hitta á þann sem mun standa uppi sem réttkjörinn forseti að lokinni talningu. Alveg sama þótt sumir síðmiðaldra karlar séu með það í genunum að halda að þeir viti betur um hvað sé rétt að aðrir kjósendur geri við sitt atkvæði. Gísli, Eiríkur og Helgi þekktu ekki eigin lappir frá löppum annarra fyrr en aðkomumaður lamdi í þær með staf sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Lík­hús

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Skoðun

Sundtískan

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×