Ástin og lífið

Fréttamynd

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Lífið
Fréttamynd

„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“

„Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúð­kaup í Boston

Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. 

Lífið
Fréttamynd

„Svo góð til­finning að endur­heimta sjálfa sig“

„Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni.

Tónlist
Fréttamynd

Hugsar vel um sig til að vera að­laðandi fyrir Línu

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona hafa verið nánast óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. Þau trúlofuðu sig í París í Frakklandi í október 2022 eftir að Gummi bað um hönd Línu í Tuileries Garden, rómantíkin uppmáluð.

Makamál
Fréttamynd

Edda Falak á von á dreng

Edda Falak baráttukona og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eiga von á dreng. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. 

Lífið
Fréttamynd

Fer fót­gangandi tæpa 800 kíló­metra

Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar.

Lífið
Fréttamynd

Segir konur fórna líkama sínum og heilsu á með­göngu

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, segist þakklát fyrir það að fá að ganga með barn eftir að hafa barist við ófrjósemi í mörg ár. Hún segir það þó ekki sjálfgefið að konur fórni líkama sínum og heilsu í tíu mánuði þar sem gyllinæð, tannpína og krónískt kvef telst eðlilegur fylgikvillu barnsburðar. 

Lífið
Fréttamynd

Svaraði engu um Affleck

Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skila­boðin

Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman.

Makamál
Fréttamynd

Rakel María fann drauma­prinsinn

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hlaupari, frumsýndi nýja kærastann Guðmund Lúther Hall­gríms­son, sem starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu, á Instagram fyrr í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Ætlar ekki að láta fjar­lægja nafn Kleina

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 

Lífið
Fréttamynd

Ísdrottningin ein­hleyp

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru hætt saman eftir árs samband. Ásdís hefur farið með himinskautum í forsetaframboði undanfarna mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Sást með hringinn en eigin­konan enn víðs­fjarri

Ben Affleck sást með giftingarhring sinn á hönd sér þar sem hann var staddur í góðra vina hópi í göngutúr í Santa Monica í Kaliforníu. Þetta vekur athygli erlendra slúðurmiðla, enda uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband hans og Jennifer Lopez sé nú á síðustu metrunum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tón­leikar

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Forðast drama eins og heitan eldinn

Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni.

Lífið
Fréttamynd

Hafa ekki sést saman í sjö vikur

Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað.

Lífið
Fréttamynd

Elísa­bet og Áki nefndu stúlkuna

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, tilkynntu nafn dóttur þeirra, sem fæddist fyrr í mánuðinum, í sameiginlegri færslu á Instagram. Stúlkunni var gefið nafnið Maja Svan.

Lífið
Fréttamynd

„Lítið rauð­hært kríli væntan­legt í nóvember“

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið