Innlent

Þungar á­hyggjur af þyngdarstjórnunarlyfjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um þyngdarstjórnunarlyf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 

Eigandi netsölu á áfengi gagnrýnir að forstjóri ÁTVR kenni netsölunni um samdrátt á hagnaði ríkisverslunarinnar. Löngu tímabært sé að leggja ÁTVR niður sem hafi einfaldlega lent undir á samkeppnismarkaði.

Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Við ræðum við lögreglu um málið.

Þá kíkir Magnús Hlynur á bókasafnið á Selfossi, þar sem finna má bækur á fjörutíu tungumálum, við verðum í beinni frá tímamótatónleikum hljómsveitarinnar Mínuss og kíkjum á lömb og kiðlinga í Húsdýragarðinum.

Kvöldfréttir og þéttur sportpakki í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×