Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjörið: KA - ÍA 2-3 | Skaga­menn sóttu sigur norður

Áfram heldur slakt gengi KA en liðið beið í lægri hlut, 3-2, gegn ÍA á Greifavellinum í níundu umferð bestu deildarinnar í dag. KA komst snemma yfir en Skagamenn gengu á lagið og leiddu 3-2 í hálfleik sem urðu lokatölur. KA áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ron­aldin­ho mætti með stæl á úr­slita­leikinn

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Þar verður margt um manninn og brasilíska goðsögnin Ronaldinho verður þar á meðal. Óhætt er að segja að hann hafi mætt með stæl á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Afi skenkti leik­mönnum Dortmund bjór

Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr þakk­látari fyrir ó­­­trú­­legustu hluti: „Búið að vera erfitt“

Fjarri fjöl­skyldu sinni vann knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son mikið af­rek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunar­verk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjöl­skyldu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir leik­menn utan hóps vegna klúðurs KSÍ

Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00.

Fótbolti