Innherji

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Klinkið

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Innherji

Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia

Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu.

Innherji

Þórdís Kolbrún eina konan með titil

Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins.

Klinkið

Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum

Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna.

Innherji

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára

Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innherji

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði

Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Klinkið

Listin að reka velferðarríki

Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.

Umræðan

Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun

Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári.

Innherji