Lífið

Tarsan-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Ron Ely, sem þekktastur er fyrir að hafa túlkað Tarsan í samnefndum sjónvarpsþáttum undir lok sjöunda áratugarins, er látinn, 86 ára að aldri.

Lífið

Á­tján ára og ó­létt en lét það ekki stoppa sig

„Það var kannski mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði þegar ég fæ staðfest að ég sé ólétt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana,“ segir leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir sem varð ólétt átján ára gömul og byrjaði í Listaháskólanum með nokkurra mánaða gamalt barn. Birna Rún er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Sýnir örin í fyrsta sinn

Bandaríska Hollywood stjarnan Olivia Munn sýnir ör sín eftir brjóstnám í fyrsta sinn í auglýsingum á vegum nærfataframleiðandans Skims. Munn segist hafa viljað vera öðrum konum í sömu sporum fyrirmynd en lengi hafi hún skammast sín fyrir ör sín.

Lífið

Lauf­ey Lín í bíó

Tónleikar íslensku stórstjörnunnar, Laufeyjar Lín Jónsdóttur, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. 

Lífið

Til­einkar lagið Grind­víkingum

Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson gaf nýverið út lagið „Bærinn okkar“ sem hann tileinkar Grindvíkingum. Hann segir að hugur hans sé sérstaklega hjá börnunum sem hafa verið rifin upp með rótum frá vinum sínum. 

Tónlist

Kitlar að skella sér í stjórn­málin

Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona, fyrirsæta og fyrrverandi forsetframbjóðandi segir að það kitli hana að bjóða sig fram til þings. Hana gruni að tíminn sé of naumur en hún segir nokkra hafa komið að tal við sig og boðið sér sæti á listum. Ásdís hefur að nógu öðru að snúa og gefur í dag út lífsstílsleiðavísir sinn á ensku.

Lífið

Hollywood stjörnur við Höfða

Stórstjörnur úr Hollywood á borð við Jeff Daniels og J.K Simmons eru nú staddar í kvikmyndatökum við Höfða í Reykjavík. Fjölmennt tökulið auk mikils búnaðar er nú við sögufræga húsið.

Bíó og sjónvarp

„Það hefur aldrei verið neinn ótti“

„Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu.

Tónlist

Hrakfallasaga Sigga mæjó í Liverpool

Sigurður Arnar Jónsson, sem ýmist er kallaður Siggi Mæjó eða Sigurður mæjónes, lenti heldur betur í honum kröppum þegar hann var óvænt mynstraður sem aðstoðarleiðsögumaður Kirkjukórs Hveragerðis til Liverpool – á Bítlaslóðir.

Lífið

Að prófa sig á­fram í opnu sam­bandi

Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl

Lífið

Michael Newman látinn

Baywatch-stjarnan Michael Newman er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006.

Lífið

Bestu hrekkja­vöku­búningar stjarnanna

Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum.

Tíska og hönnun

Lætur sig aldrei vanta á opnanir á Ís­landi

„Almenningur allur, hann er tilbúinn að koma og kaupa ef þú færð rétta æðið af stað,“segir Steinar Svan Birgisson en það má segja að hann sé nokkurskonar atvinnumaður í opnunum á Íslandi. Hann lætur sig aldrei vanta þegar þekktar verslunar-og veitingastaðakeðjur opna hér á landi og er ávallt fremstur í röðinni.

Lífið

Nadine og Snorri eiga von á barni

Hjónin Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Play, og eiginmaður hennar Snorri Másson fjölmiðlamaður eiga von öðru barni í apríl næstkomandi.

Lífið

Jólin byrja í Kjöt­kompaní

Jólin eru einn stærsti tími ársins hjá Kjötkompaní sem býður upp á mikið úrval af gæða vörum fyrir heimili landsins og fyrirtæki sem eru farin að skipuleggja jólin.

Lífið samstarf

Myndaveisla: Hlaupaveisla í Egils­höll

Forsýning á kvikmyndinni Laugavegurinn fór fram fyrir fullum sal í Egilshöll á dögunum. Í myndinni fylgir Garpur Elísabetarson, leikstjóri myndarinnar, eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu.

Lífið

Kælt niður í byrjun og svo búmm!

Frægasta verkið eftir John Cage nefnist 4 mínútur og 33 sekúndur. Það felst í því að píanóleikari gengur fram á svið, sest við hljóðfærið og gerir svo ekkert í nokkrar mínútur. Síðan stendur hann upp, hneigir sig og gengur út.

Gagnrýni