Lífið

Popp­kastið - Jóla­tón­leika­bilun á Ís­landi: „Þetta er mikill peningur“

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Vísir
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir tónleikaæði Íslendinga en Rammstein og Red Hot Chili Peppers hafa boðað komu sýna til landsins og jónatónleikaæðið er að hefjast á Íslandi.

Þá er einnig farið yfir það hversu langt má ganga þegar kemur að lýtaaðgerðum og er rétt að nota hljómsveitina Nickleback til að sporna við ölvunarakstri.

Var Brad Pitt hamingjusamari með Jennifer Aniston? Og í ljós kom í vikunni að tónlistarkonan Cheryl Cole er barnshafandi.

Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest, tónlistarmanninn Braga Valdimar Skúlason sem fer yfir jólatónleikamenninguna á Íslandi og hvernig svona lítil þjóð getur staðið að svona mörgum tónleikum. Bragi er meðlimur hljómsveitarinnar Baggalúts en sveitin stendur fyrir 17 jólatónleikum í Háskólabíói í desember.

Hann segir að vissulega sé mikill peningur í þessum bransa, en það þurfi aftur á móti að halda alla þessa tónleika, margir koma að verkefninu og þetta sé gríðarlega vinna.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að neðan má hlusta á fjórða þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Hér má fylgjast með Poppkastinu á Facebook.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×