Lífið

Sat fyrir aftan Kára Stef grenjandi eins og pissudúkka og allt um SKAM

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um norska sjónvarpsþáttinn SKAM og fréttir vikunnar í Lífinu.

Þar mátti helst nefna frábæran árangur kvikmyndarinnar La La Land sem vann sjö verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Ryan Reynolds fór í sleik við Andrew Garfield og Jimmy Fallon fékk misjafna dóma fyrir frammistöðu sína sem kynnir á Golden Globes.

Texas-Maggi nýtur lífsins á nektarströndinni á Kanarí og er hreinlega að fara á kostum úti á Spáni, með ítarlegri umfjöllun á Facebook um ferðalag sitt.

Hjartasteinn er kvikmynd sem allir Íslendinga þurfa að sjá og Bjarni Ben er að springa úr kynþokka.

Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest en einn helsti SKAM sérfræðingur þjóðarinnar Óskar Stein Jónínuson Ómarsson mætir í þáttinn og fræðir hlustendur um þennan skemmtilega norska unglingaþátt. Þetta og margt fleira í nýjasta Poppkastinu.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á níunda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×