Lífið

Besti sjónvarpsþáttur allra tíma, Fjallið í ruglinu og limurinn sem sigraði heiminn

Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um bandaríska gamanþáttinn Seinfeld og fréttir vikunnar í Lífinu.

Þar mátti helst nefna að stjörnurnar í Game Of Thrones í mættur til landsins þar sem verið er að taka upp sjöundu seríu. Það þurfti þrjá ferðamenn til að aðstoða konu úr hringabrynju á Sögu safninu og Fjallið skeit á sig í þvottavélakasti.

Ari Eldjárn er fyndnasti maður landsins og skuggalegi limurinn sló í gegn í vikunni.

Þá fær Stefán til sín góðan gest en einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um þáttinn Seinfeld, Tryggvi Páll Tryggvason, blaðamaður, mætir í þáttinn og fræðir hlustendur um þennan skemmtilega, klassíska og vinsæla þátt sem hefur verið einn sá vinsælasti í heiminum í 25 ár. Þetta og margt fleira í nýjasta Poppkastinu.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á tíunda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×