Lífið

Ananas á pizzu, Beyoncé gæti drullað á sig og Íslendingar eru sjúkir í Nágranna

Hulda Hólmkelsdóttir, Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars farið yfir áströlsku sápuóperuna Nágrannar sem hafa verið í loftinu síðan 1985 og notið gríðarlegrar vinsældra á Íslandi. 

Adele fékk mörg Grammy-verðlaun en Beyoncé virðist alltaf vinna allt, hvað sem hún gerir. Er mögulega Beyoncé komin á slæman stað?

Eitt atriði úr Steypustöðinni sló heldur betur í gegn en atriðið þótti í grófari kantinum. Þjóðin er algjörlega klofin í því hvort hún vilji ananas á pizzu eða ekki. 

Sjá einnig: Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna

Enn einu sinni mætir Tryggvi Páll Tryggvason, blaðamaður og sigurvegari í Gettu Betur, í þáttinn en hann er einn helsti sérfræðingur Íslands í málefnum Nágranna. Þetta og margt fleiri í Poppkasti vikunnar. 

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á fjórtánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×