Lífið

Forkeppni söngvakeppninnar krufin: „Þetta var eins og verið væri að kyrkja kött“

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir viðburði helgarinnar. Að þessu sinni kemur þátturinn út á mánudegi en á laugardagskvöldið var fyrra undanúrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói og komust þrjú lög áfram í úrslitakvöldið sem verður í Laugardalshöllinni 11. mars.  

Þau Hulda og Stefán fara vel yfir hvert atriði og segja sína skoðun á lögunum. Edduverðlaunin voru haldin í gærkvöldi og vann kvikmyndin Hjartasteinn níu verðlaun á hátíðinni.

Síðan voru 89. Óskarsverðlaunin haldin í Dolby-leikhúsinu í nótt og átti sér stað ótrúlegasta atvik í sögu verðlaunanna þegar vitlaus mynd var lesin upp þegar kynna átti sigurvegarann fyrir bestu kvikmyndina. Þessi þrír viðburðir verða til umfjöllunar í Poppkastinu að þessu sinni.

Hér að ofan má hlusta á þátt vikunnar en hann verður einnig á dagskrá á mánudaginn næsta.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á fimmtánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×