Lífið

Nauðsynlegt að vera cunt í heimi dragdrottninga

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum og ber þar helst að nefna plötusamningurinn sem Glowie gerði við útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins.

Skákkóngurinn Magnus Carlsen er kominn á fast, Woody Harrelson er hættur í grasinu og það er ljótt að drauga.

Stefán og Hulda fá til sín góðan gest en einn helsti sérfræðingur raunveruleikaþáttanna, RuPaul’s Drag Race, Daníel Arnarson, mætir og fræðir hlustendur um þættina vinsælu.

RuPaul’s Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að „næstu drag súperstjörnu Ameríku.“

Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2009 og hóf níunda þáttaröðin göngu sína síðastliðinn föstudag.

Umsjónarmaður þáttanna er RuPaul Charles, ein þekktasta dragdrottning heims sem skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar. RuPaul hlaut Emmy verðlaunin árið 2016 fyrir starf sitt sem kynnir þáttanna.

Hér að ofan má hlusta á þátt vikunnar en þættirnir eru á dagskrá alla mánudaga hér á Lífinu.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 19. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×