Njósnarinn sagði nei, Ragga sagði já Jónas Sen skrifar 30. janúar 2024 10:01 Ragga Gísla á Myrkum músíkdögum ásamt Cauda Collective. Norðurljósasalur Hörpu. Föstudagur 26. janúar Jónas Sen Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of Modern Music. Hún kom út árið 1955. Líkt og titillinn gefur til kynna, er hún mikill bölmóður um tónlist samtímans. Í þá daga var ákveðin tegund akademískrar tónlistar áberandi. Hún byggðist á ströngum og stirðum formúlum. Pleasants hataði hana og taldi dauða. Skoðun hans var að djassinn væri hinn raunverulegi arftaki klassískrar tónlistar. Þetta var óþarfa svartsýni. Alls konar stefnur í tónsköpun hafa litið dagsins ljós síðan bókin var skrifuð. Í dag veit maður aldrei á hverju er von þegar ný tónlist er frumflutt. Og það er einmitt svo gaman. Fyrst popp, svo fagurtónlist Gott dæmi um það mátti heyra á föstudagskvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Yfirleitt tengir maður Myrka músíkdaga við örgustu framúrstefnu. Á föstudaginn kom þar hins vegar fram Ragnhildur nokkur Gísladóttir, eða Ragga Gísla eins og þjóðin þekkir hana. Hún byrjaði sem poppari í Grýlunum og svo Stuðmönnum. Eins og svo margir í dægurtónlistargeiranum skellti hún sér síðar í akademískt nám í sköpun svokallaðar fagurtónlistar. Varla er hægt að kalla tónleikana á föstudagskvöldið útkomuna af því öllu saman, en maður fékk samt ákveðna mynd af Röggu, sem var frábrugðin þessari venjulegu. Undarleg sinfónía Fyrsta verkið hét Túnfíflasinfónía og var í fjórum köflum. Hún var mjög ómstríð, hljómarnir voru annarlegir og laglínurnar óhefðbundnar. Á Spotify má heyra tónlistina, sem virðist samanstanda af tónum úr mjög tölvuunnum blásturshljóðfærum, einskonar blístrum. Á tónleikunum var boðið upp á aðra mynd. Kammersveitin Cauda Collective vafði mjúkum strengja-, flautu- og slagverksleik utan um hrjóstruga tölvutónana. Útkoman var skemmtilegur seiður, afar dulúðugur. Söng eins og smábarn Næst á dagskrá voru lög af plötu sem kom út í fyrra og nefnist Baby. Á henni eru alls tíu lög. Helmingur þeirra var fluttur á tónleikunum í útsetningum nokkurra meðlima hljómsveitarinnar. Þetta var allt öðru vísi tónlist en sú fyrrnefnda. Hljóðheimurinn var hefðbundinn og laglínurnar einfaldar og grípandi. Ragga söng í einskonar falsettu, eins og lítið barn. Það var dálítið fyndið, enda heyrðust nokkrir áheyrendur flissa. Röddin var reyndar ekki eins markviss og skýr og á plötunni. Söngurinn var nokkuð losaralegur, sérstaklega í byrjun. Kannski hefði hann líka mátt vera örlítið sterkari í hljóðkerfinu. Engu að síður var tónlistin heillandi og kom í heild ágætlega út á tónleikunum. Kammersveitin spilaði líka afar vel og Björk Níelsdóttir söng fallega undir. Leikurinn var nákvæmur og agaður, en samt gæddur viðeigandi léttleika. Það var eins og að horfa á fíngerðan köngulóarvef sem glitraði í tunglskininu. Allt var á sínum stað. Hrífandi ljóðaupplestur Tónleikunum lauk með tveimur verkum, þar sem hljómsveitin spilaði undir ljóðaupplestri Röggu. Ljóðin voru Hávaðinn í sólinni og Eftir flóðbylgjuna eftir Kristínu Ómarsdóttur. Tónsmíðarnar voru bæði tilfinningaríkar, en samt mjög ólíkar. Ljúfsár stemningin varpaðist yfir í hljóðfæraleikinn og söng Bjarkar, skapaði þéttofna hljóðmynd með merkingarþrunginni undiröldu. Heildarmynd orða og tóna var sterk, hljóðfæraleikurinn undirstrikaði ljóðin, og eiginlega öfugt líka. Útkoman var afskaplega falleg; Ragga er auðheyrilega vaxandi tónskáld. Niðurstaða: Fjölbreytt dagskrá, allt frá framúrstefnu yfir í barnalög. Skemmtilegir tónleikar. Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Í þá daga var ákveðin tegund akademískrar tónlistar áberandi. Hún byggðist á ströngum og stirðum formúlum. Pleasants hataði hana og taldi dauða. Skoðun hans var að djassinn væri hinn raunverulegi arftaki klassískrar tónlistar. Þetta var óþarfa svartsýni. Alls konar stefnur í tónsköpun hafa litið dagsins ljós síðan bókin var skrifuð. Í dag veit maður aldrei á hverju er von þegar ný tónlist er frumflutt. Og það er einmitt svo gaman. Fyrst popp, svo fagurtónlist Gott dæmi um það mátti heyra á föstudagskvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Yfirleitt tengir maður Myrka músíkdaga við örgustu framúrstefnu. Á föstudaginn kom þar hins vegar fram Ragnhildur nokkur Gísladóttir, eða Ragga Gísla eins og þjóðin þekkir hana. Hún byrjaði sem poppari í Grýlunum og svo Stuðmönnum. Eins og svo margir í dægurtónlistargeiranum skellti hún sér síðar í akademískt nám í sköpun svokallaðar fagurtónlistar. Varla er hægt að kalla tónleikana á föstudagskvöldið útkomuna af því öllu saman, en maður fékk samt ákveðna mynd af Röggu, sem var frábrugðin þessari venjulegu. Undarleg sinfónía Fyrsta verkið hét Túnfíflasinfónía og var í fjórum köflum. Hún var mjög ómstríð, hljómarnir voru annarlegir og laglínurnar óhefðbundnar. Á Spotify má heyra tónlistina, sem virðist samanstanda af tónum úr mjög tölvuunnum blásturshljóðfærum, einskonar blístrum. Á tónleikunum var boðið upp á aðra mynd. Kammersveitin Cauda Collective vafði mjúkum strengja-, flautu- og slagverksleik utan um hrjóstruga tölvutónana. Útkoman var skemmtilegur seiður, afar dulúðugur. Söng eins og smábarn Næst á dagskrá voru lög af plötu sem kom út í fyrra og nefnist Baby. Á henni eru alls tíu lög. Helmingur þeirra var fluttur á tónleikunum í útsetningum nokkurra meðlima hljómsveitarinnar. Þetta var allt öðru vísi tónlist en sú fyrrnefnda. Hljóðheimurinn var hefðbundinn og laglínurnar einfaldar og grípandi. Ragga söng í einskonar falsettu, eins og lítið barn. Það var dálítið fyndið, enda heyrðust nokkrir áheyrendur flissa. Röddin var reyndar ekki eins markviss og skýr og á plötunni. Söngurinn var nokkuð losaralegur, sérstaklega í byrjun. Kannski hefði hann líka mátt vera örlítið sterkari í hljóðkerfinu. Engu að síður var tónlistin heillandi og kom í heild ágætlega út á tónleikunum. Kammersveitin spilaði líka afar vel og Björk Níelsdóttir söng fallega undir. Leikurinn var nákvæmur og agaður, en samt gæddur viðeigandi léttleika. Það var eins og að horfa á fíngerðan köngulóarvef sem glitraði í tunglskininu. Allt var á sínum stað. Hrífandi ljóðaupplestur Tónleikunum lauk með tveimur verkum, þar sem hljómsveitin spilaði undir ljóðaupplestri Röggu. Ljóðin voru Hávaðinn í sólinni og Eftir flóðbylgjuna eftir Kristínu Ómarsdóttur. Tónsmíðarnar voru bæði tilfinningaríkar, en samt mjög ólíkar. Ljúfsár stemningin varpaðist yfir í hljóðfæraleikinn og söng Bjarkar, skapaði þéttofna hljóðmynd með merkingarþrunginni undiröldu. Heildarmynd orða og tóna var sterk, hljóðfæraleikurinn undirstrikaði ljóðin, og eiginlega öfugt líka. Útkoman var afskaplega falleg; Ragga er auðheyrilega vaxandi tónskáld. Niðurstaða: Fjölbreytt dagskrá, allt frá framúrstefnu yfir í barnalög. Skemmtilegir tónleikar.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira