Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2024 12:42 Flugvélin fékk heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu við komuna til Færeyja í gær. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. Flugvélin hefur fengið nafnið Eysturoy eftir næst stærstu eyju Færeyja. Hún fór þegar í gærkvöldi í sitt fyrsta vöruflug með ferskan lax til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Eftir tveggja tíma viðdvöl í Keflavík hélt hún för sinni áfram vestur um haf um tíuleytið í gærkvöldi og lenti á Newark-flugvelli við New York laust fyrir miðnætti að staðartíma. Flugvélin lenti klukkan 16.02 á Voga-flugvelli í Færeyjum.Jónis Albert Nielsen/jn.fo FarCargo er dótturfélag laxeldisrisans Bakkafrosts, sem er langstærsta fyrirtæki Færeyja. Meginhlutverk þotunnar verður að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum félagsins beint á markaði bæði austan hafs og vestan. Sérstaklega er horft til New York-svæðisins. „Það tekur tólf daga að flytja lax til New York sjóleiðina frá Færeyjum og það er ekki ákjósanlegt fyrir gæðin í ferska laxinum að það taki svo langan tíma,“ segir Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts. Regin Jacobsen er forstjóri og stærsti eigandi Bakkafrosts. Vöruhleðsludyr flugvélarinnar sjást opnar fyrir aftan.Jónis Albert Nielsen/jn.fo „Það er mikil eftirspurn eftir ferskum laxi í Bandaríkjunum. Með þessari nýju flugvél tekur það níu klukkustundir að koma laxinum frá Færeyjum til New York,“ segir Regin. Með flugvélinni stefnir Bakkafrost að því að flytja um 20 prósent af afurðum félagsins í flugi. 80 prósent verða áfram flutt með skipum. Fyrst um sinn verður þotan rekin á flugrekstrarleyfi sænska fyrirtækisins West Atlantic og er hún með sænskt skrásetningarnúmer. FarCargo stefnir síðan að því að taka sjálft við flugrekstrinum. Þegar hafa átta flugmenn verið ráðnir til starfa hjá félaginu. Flugvélin hefur hlotið heitið Eysturoy.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-200. Hún var upphaflega smíðuð árið 2001 til farþegaflugs fyrir American Airlines. FarCargo lét breyta henni í fraktvél og getur hún þannig borið 35 tonn af farmi. Forseti Íslands kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn til Færeyja fyrir sjö árum: Boeing 757-þotur hafa einnig verið nýttar í flugi Icelandair Cargo með ferskan íslenskan fisk á erlenda markaði, sem fjallað var um í þættinum Um land allt árið 2014: Færeyjar Fréttir af flugi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Sjávarréttir Keflavíkurflugvöllur Boeing Lax Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Flugvélin hefur fengið nafnið Eysturoy eftir næst stærstu eyju Færeyja. Hún fór þegar í gærkvöldi í sitt fyrsta vöruflug með ferskan lax til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Eftir tveggja tíma viðdvöl í Keflavík hélt hún för sinni áfram vestur um haf um tíuleytið í gærkvöldi og lenti á Newark-flugvelli við New York laust fyrir miðnætti að staðartíma. Flugvélin lenti klukkan 16.02 á Voga-flugvelli í Færeyjum.Jónis Albert Nielsen/jn.fo FarCargo er dótturfélag laxeldisrisans Bakkafrosts, sem er langstærsta fyrirtæki Færeyja. Meginhlutverk þotunnar verður að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum félagsins beint á markaði bæði austan hafs og vestan. Sérstaklega er horft til New York-svæðisins. „Það tekur tólf daga að flytja lax til New York sjóleiðina frá Færeyjum og það er ekki ákjósanlegt fyrir gæðin í ferska laxinum að það taki svo langan tíma,“ segir Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts. Regin Jacobsen er forstjóri og stærsti eigandi Bakkafrosts. Vöruhleðsludyr flugvélarinnar sjást opnar fyrir aftan.Jónis Albert Nielsen/jn.fo „Það er mikil eftirspurn eftir ferskum laxi í Bandaríkjunum. Með þessari nýju flugvél tekur það níu klukkustundir að koma laxinum frá Færeyjum til New York,“ segir Regin. Með flugvélinni stefnir Bakkafrost að því að flytja um 20 prósent af afurðum félagsins í flugi. 80 prósent verða áfram flutt með skipum. Fyrst um sinn verður þotan rekin á flugrekstrarleyfi sænska fyrirtækisins West Atlantic og er hún með sænskt skrásetningarnúmer. FarCargo stefnir síðan að því að taka sjálft við flugrekstrinum. Þegar hafa átta flugmenn verið ráðnir til starfa hjá félaginu. Flugvélin hefur hlotið heitið Eysturoy.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-200. Hún var upphaflega smíðuð árið 2001 til farþegaflugs fyrir American Airlines. FarCargo lét breyta henni í fraktvél og getur hún þannig borið 35 tonn af farmi. Forseti Íslands kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn til Færeyja fyrir sjö árum: Boeing 757-þotur hafa einnig verið nýttar í flugi Icelandair Cargo með ferskan íslenskan fisk á erlenda markaði, sem fjallað var um í þættinum Um land allt árið 2014:
Færeyjar Fréttir af flugi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Sjávarréttir Keflavíkurflugvöllur Boeing Lax Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00