Lífið

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Anya Taylor-Joy ásamt föður sínum David árið 2015.
Anya Taylor-Joy ásamt föður sínum David árið 2015. David M. Benett/Dave Benett/WireImage

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Í einlægri færslu á Instagram birti Anya Taylor-Joy mynd af þeim feðginum og skrifar: 

„Draumastund. Þegar ég var tólf ára lofaði ég pabba mínum að ef að mér yrði einhvern tíma boðið á Óskarinn myndi ég taka hann með mér. Full af þakklæti.“

Anya er fædd árið 1996 og fara því að verða komin sextán ár síðan hún gaf loforðið. 

Sömuleiðis segist hún vera algjörlega agndofa yfir Dior, Jaeger-LeCoultre og Tiffany hátískuhúsa fjölskyldu sinni en hún klæddist endurgerð af svokölluðum Venus kjól frá árinu 1949 á hátíðinni og var að mati margra tískuspegúlanta ein best klædda stjarna kvöldsins. 

Anya Taylor-Joy skein skært í kjól sem er endurgerð af Venusarkjól frá árinu 1949.Kevin Mazur/Getty Images

Tengdar fréttir

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum

Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×