Innlent

Sema og María Lilja kærðar vegna fjár­söfnunar fyrir Palestínu­menn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sema og María eru meðal þeirra sem hafa unnið að því að ná þeim út af Gasa sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Sema og María eru meðal þeirra sem hafa unnið að því að ná þeim út af Gasa sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa.

Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem hefur undir höndum bréf lögreglustjórans til héraðssaksóknara. Þar segir meðal annars að sakarefni málsins kunni að varða við ákvæði almennra hegningarlaga um bann gegn mútum til erlendra opinberra starfsmanna.

Brotið varði allt að þriggja ára fangelsi.

„Söfn­un­in er klárt brot á lög­um um op­in­ber­ar fjársafn­an­ir. Til að mynda er ekki unnt að halda ná­kvæmt reikn­ings­hald yfir söfn­un­ar­fé og öll út­gjöld fyr­ir fjár­söfn­un­ina. Né held­ur að end­ur­skoða reikn­ings­haldið af lög­gilt­um end­ur­skoðanda eða þeim er sýslumaður kann að út­nefna til slíks, svo hið aug­ljósa sé nefnt,“ segir í kærunni að sögn Morgunblaðsins.

Þá virðist aðgerðir kærðu stangast á við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Óskað sé eftir því að meðferð málsins verði hraðað þar sem söfnunin standi yfir og þar með hin meintu brot.

Kæran er dagsett 4. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×