Spáir því að vextir haldist áfram háir þrátt fyrir „hóflega“ kjarasamninga
Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu.
Tengdar fréttir
Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg
Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins.
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“
Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.
Minni vöxtur í ferðaþjónustu myndi „létta á þrýstingi“ á peningastefnuna
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að ef það yrði minni vöxtur í ferðaþjónustu þá myndi það „draga úr spennu og létta á þrýstingi“ sem peningastefnan sé að reyna framkalla.