Viðskipti innlent

Bein út­sending: Eftir­fylgni við Stöðugleikasamninginn

Boði Logason skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir stýrir umræðunum.
Sigríður Margrét Oddsdóttir stýrir umræðunum. Vilhelm

Atvinnulíf, stjórnvöld og stéttarfélög ræða eftirfylgni við Stöðugleikasamninginn í beinu streymi frá Hörpu klukkan 11:45 undir yfirskriftinni Stöðugleikarnir.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Birgisson , formaður Starfsgreinasambandsins, og Jónína Guðmundsdóttir , framkvæmdastjóri Coripharma, taka þátt í umræðum undir stjórn Sigríðar Margrétar Oddsdóttur , framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

 Þá flytja Finnur Oddsson , forstjóri Haga, og Sigurður Brynjar Pálsson , forstjóri BYKO, hugvekjur.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að stöðugleikasamningurinn hafi markað vatnaskil á vinnumarkaði „þar sem hóflegum launahækkunum til fjögurra ára er ætlað að skapa skilyrði fyrir stöðugleika. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu þannig sitt af mörkum til efnahagslegs stöðugleika komandi ára.

Stöðugleiki kemur hins vegar ekki af sjálfu sér þrátt fyrir góða niðurstöðu kjarasamninga. Horfa þarf fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Atvinnulíf og stjórnvöld þurfa að rísa undir sinni ábyrgð og vera samtaka. Þannig er hægt að ná tökum á verðbólgunni og eygja von um lækkun vaxta.

Á þessum grunni hefja Samtök atvinnulífsins eftirfylgni við kjarasamninga, með hækkandi sól, undir yfirskriftinni Stöðugleikarnir,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×