Innherji

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar á árinu. Óvissa í ferðaþjónustu vegna jarðhræringa hefur haft neikvæð áhrif gengi félaganna,“ segir Halldór Andersen, forstöðumaður sjóðastýringar hjá ÍV sjóðum.
„Flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar á árinu. Óvissa í ferðaþjónustu vegna jarðhræringa hefur haft neikvæð áhrif gengi félaganna,“ segir Halldór Andersen, forstöðumaður sjóðastýringar hjá ÍV sjóðum. Vísir

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.


Tengdar fréttir

Býst við svip­uð­um fjöld­a gist­in­ótt­a á hót­el­um í ár

Eftirspurnin eftir ferðum til Íslands í sumar er minni en fyrir ári en búast má við að fleiri bóki með skömmum fyrirvara en áður, segir forstjóri samsteypu ferðaskrifstofa. „Það lítur út fyrir gott sumar,“ að sögn framkvæmdastjóra hótelkeðju sem reiknar með að fjöldi gistinótta á hótelum verði með svipuðum hætti og í fyrra.

Hluthafar vilja drífa hlutafjáraukningu Play af

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.

Þrír samverkandi þættir gætu leitt til þess að ferðamönnum fækki í ár

Það eru ýmsar vísbendingar um að samdráttur sé í kortunum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa stigið fram og lýst yfir áhyggjum af þróuninni, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). „Það er ekki lögmál að hér fjölgi alltaf ferðamönnum,“ segir framkvæmdastjóri Snæland Grímssonar.

Icel­and­a­ir áformar að stækka flotann í allt að hundrað vélar fyrir árið 2037

Stjórnendur Icelandair stefna á að flugfélagið vaxi úr 39 flugvélum í 70 til 100 árið 2037, á 100 ári afmæli þess. Framkvæmdastjóri hjá félaginu sagði að markmiðið væri raunhæft en hvort það gangi eftir muni ráðast af markaðsaðstæðum. Forstjóri Icelandair telur hins vegar að of háir umhverfisskattar gætu orðið Þrándur í Götu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×