Fótbolti

Kenndi gráðugum Kim um bæði mörkin gegn Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim Min-jae átti ekki góðan dag gegn Real Madrid í gær.
Kim Min-jae átti ekki góðan dag gegn Real Madrid í gær. getty/Sebastian Widmann

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, var ekki sáttur með varnarmann liðsins, Kim Min-jae, eftir jafnteflið við Real Madrid, 2-2, í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Kim átti erfitt uppdráttar í leiknum á Allianz Arena. Hann var illa staðsettur í fyrra marki Real Madrid sem Vinícius Júnior skoraði á 24. mínútu. Kim braut svo á Rodrygo innan vítateigs þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Vinícius Júnior skoraði úr vítinu og jafnaði í 2-2.

„Hann tók fyrsta skrefið of snemma gegn Vinícius í fyrsta markinu og Toni Kroos tók hann úr leik með sendingunni í gegn. Hann giskaði og var of bráður á sér,“ sagði Tuchel eftir leikinn.

„Hann gerði svo því miður önnur mistök í öðru markinu. Við vorum fimm gegn tveimur. Það var ástæðulaust verjast svona kröftuglega gegn Rodrygo. Þegar Eric [Dier] kom að hjálpa felldi hann Rodrygo. Svona góðir leikmenn refsa. En svona lagað gerist og við verðum að halda áfram.“

Bayern keypti Kim frá Napoli fyrir tímabilið. Hann hefur átt misjöfnu gengi að fagna með Bæjurum í vetur.

Seinni leikur Real Madrid og Bayern fer fram á Santiago Bernabéu eftir viku.


Tengdar fréttir

Bellingham reyndi að taka Kane á taugum fyrir vítið

Enginn er annars bróðir í leik og það sannaðist enn og aftur í gær þegar Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×