Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Kristján Már Unnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. maí 2024 23:00 Slökkvilið Vogaflugvallar heiðraði flugvél Icelandair með vatnsboga. Flugvélin er af gerðinni Dash 8 Q400 og tekur 76 farþega. Kringvarpið/Ólavur Frederiksen Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. Kristján Már Unnarsson er staddur í Þórshöfn og fór yfir sögu Færeyjaflugs Icelandair í Kvöldfréttum. Það var Flugfélag Íslands sem hóf fyrsta samfellda Færeyjarflugið árið 1963 á þristum. Svo fóru þau að fljúga á fokkurum, en svo fóru Færeyingarnir að taka flugmálin í sínar hendur. Þeir stofnuðu Flugfélag Foröyja og svo Atlantic Airways, sem hefur annast Færeyjaflugið eitt frá árinu 2004, en í samstarfi við Icelandair. Í dag mættu Íslendingar aftur á Dash 8 - Q400 vél, henni var fagnað við komuna til Vogaflugvallar, slökkviliðið sprautaði hátíðarbunu yfir flugvélina og Utanríkisráðherrar landanna fluttu ávörp. Þá söng karlakór. Stór hluti farþeganna voru Bandaríkja- og Kanadamenn.Kringvarpið/Ólavur Frederiksen Á Vogaflugvelli var rætt við ráðherrana og flugstjóra vélarinnar eftir lendinguna. „Þetta er auðvitað mikil og meiri háttar viðbót, bæði fyrir Færeyjar og Færeyinga en ekki síður fyrir okkur. Eins og við erum búin að heyra hér er gríðarlega mikill áhugi, sérstaklega frá Bandaríkjunum, að bæta Færeyjum við sitt ferðalag og sína heimsókn. Þannig að þetta er mjög til hagsbóta fyrir bæði löndin,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Utanríkisráðherrar Færeyja og Íslands í flugstöðinni í Vogum.Egill Aðalsteinsson „Mér finnst þetta bara mjög mikilvægt skref fyrir tengslin milli Færeyja og Íslands. Ísland hefur alltaf verið að tengja okkur saman við alheiminn. Fyrst í Evrópu, Íslendingar voru jú fyrstir að fljúga milli Færeyja og Glasgow og Kaupmannahafnar og Evrópu. En nú fáum við tækifæri til þess að fara vestan hafs,“ sagði Høgni Hoydal utanríkisráðherra Færeyja. Hann segir flugið auka bæði tengslin milli Færeyja og Íslands og Færeyja og alls heimsins. „Sem mér finnst mjög mikilvægt og færeyska ríkisstjórnin er mjög ánægð með þetta flug frá Icelandair,“ sagði Høgni. Høgni Hoydal er utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja.Egill Aðalsteinsson Kristján Jakobsson flugstjóri segir gaman að koma aftur til Færeyja. „Maður er náttúrlega búinn að koma hérna þó nokkuð oft, Fyrir þó nokkuð mörgum árum reyndar. En það er gaman að sjá hvað þeir hafa gert hlutina vel hérna. Brautin er miklu betri, aðflugsbúnaðurinn er alveg til fyrirmyndar, þeir hafa lagt mikla vinnu í það. Flugstöðin er alveg æðisleg,“ sagði Kristján. Í gamla daga var Færeyjaflugið eingöngu frá Reykjavíkurflugvelli, meira að segja þegar Færeyingar sjálfir flugu frá Reykjavík, þar til fyrir fáum árum, en nú ætlar Icelandair að fljúga frá Keflavík. En hvers vegna verður ekki flogið frá Reykjavíkurflugvelli? Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair er einnig mættur til Færeyja og svaraði því í beinni í kvöldfréttum. Áhöfn fyrsta Færeyjaflugsins. Kristján Jakobsson flugstjóri, Sigrún Helga Hólm, Laufey Bjarnadóttir og Jóhann Atli Hafliðason.Egill Aðalsteinsson „Ástæðan er til þess að tengja við flugáætlun okkar í Keflavík. Og þá sérstaklega Norður-Ameríku og Grænland. Þessu er sérstaklega stillt upp þannig að flugtímarnir passi vel og við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn frá Norður-Ameríku. Það er mjög gaman að sjá það.“ Með þessu höfði félagið til Færeyinga, Grænlendinga, Íslendinga og Bandaríkjamanna. „Það er gott að dreifa mörkuðunum á milli þessara svæða. Og þá er auðveldara að halda fluginu uppi, gera það arðbært og fylla flugvélarnar.“ Vélin var stútfull hjá ykkur í dag, 76 sæti, og stór hluti voru Bandaríkjamenn? „Já, það var alveg upp undir helmingur að koma frá Bandaríkjunum og fjölmörgum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Það var mjög ánægjulegt að sjá það.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í beinni frá Þórshöfn.Egill Aðalsteinsson Þið hafið verið í samstarfi við Atlantic Airways um Færeyjaflugið, eruð þið núna að fara í samkeppni við Færeyingana? „Það er auðvitað alltaf samkeppni á flugmarkaði en við erum kannski fyrst og fremst að auka tíðnina. Við erum í miklu samstarfi við Atlantic Airways, höfum verið um árabil og erum að auka það núna. En þarna erum við að gera tíðnina meiri, sérstaklega milli Íslands og Færeyja og þá sérstaklega líka tengja við Ameríku, en flugið frá Atlantic er hefur ekki verið á tímum sem henta jafnvel í það.“ Þetta hafa verið tvö, þrjú flug í viku en þeim mun fjölga mjög með þessu? „Já, við erum að bæta við fimm til sex flugum í viku, þannig að það verður daglegt flug og rúmlega það,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Færeyjar Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Samgöngur Tengdar fréttir Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Kristján Már Unnarsson er staddur í Þórshöfn og fór yfir sögu Færeyjaflugs Icelandair í Kvöldfréttum. Það var Flugfélag Íslands sem hóf fyrsta samfellda Færeyjarflugið árið 1963 á þristum. Svo fóru þau að fljúga á fokkurum, en svo fóru Færeyingarnir að taka flugmálin í sínar hendur. Þeir stofnuðu Flugfélag Foröyja og svo Atlantic Airways, sem hefur annast Færeyjaflugið eitt frá árinu 2004, en í samstarfi við Icelandair. Í dag mættu Íslendingar aftur á Dash 8 - Q400 vél, henni var fagnað við komuna til Vogaflugvallar, slökkviliðið sprautaði hátíðarbunu yfir flugvélina og Utanríkisráðherrar landanna fluttu ávörp. Þá söng karlakór. Stór hluti farþeganna voru Bandaríkja- og Kanadamenn.Kringvarpið/Ólavur Frederiksen Á Vogaflugvelli var rætt við ráðherrana og flugstjóra vélarinnar eftir lendinguna. „Þetta er auðvitað mikil og meiri háttar viðbót, bæði fyrir Færeyjar og Færeyinga en ekki síður fyrir okkur. Eins og við erum búin að heyra hér er gríðarlega mikill áhugi, sérstaklega frá Bandaríkjunum, að bæta Færeyjum við sitt ferðalag og sína heimsókn. Þannig að þetta er mjög til hagsbóta fyrir bæði löndin,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Utanríkisráðherrar Færeyja og Íslands í flugstöðinni í Vogum.Egill Aðalsteinsson „Mér finnst þetta bara mjög mikilvægt skref fyrir tengslin milli Færeyja og Íslands. Ísland hefur alltaf verið að tengja okkur saman við alheiminn. Fyrst í Evrópu, Íslendingar voru jú fyrstir að fljúga milli Færeyja og Glasgow og Kaupmannahafnar og Evrópu. En nú fáum við tækifæri til þess að fara vestan hafs,“ sagði Høgni Hoydal utanríkisráðherra Færeyja. Hann segir flugið auka bæði tengslin milli Færeyja og Íslands og Færeyja og alls heimsins. „Sem mér finnst mjög mikilvægt og færeyska ríkisstjórnin er mjög ánægð með þetta flug frá Icelandair,“ sagði Høgni. Høgni Hoydal er utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja.Egill Aðalsteinsson Kristján Jakobsson flugstjóri segir gaman að koma aftur til Færeyja. „Maður er náttúrlega búinn að koma hérna þó nokkuð oft, Fyrir þó nokkuð mörgum árum reyndar. En það er gaman að sjá hvað þeir hafa gert hlutina vel hérna. Brautin er miklu betri, aðflugsbúnaðurinn er alveg til fyrirmyndar, þeir hafa lagt mikla vinnu í það. Flugstöðin er alveg æðisleg,“ sagði Kristján. Í gamla daga var Færeyjaflugið eingöngu frá Reykjavíkurflugvelli, meira að segja þegar Færeyingar sjálfir flugu frá Reykjavík, þar til fyrir fáum árum, en nú ætlar Icelandair að fljúga frá Keflavík. En hvers vegna verður ekki flogið frá Reykjavíkurflugvelli? Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair er einnig mættur til Færeyja og svaraði því í beinni í kvöldfréttum. Áhöfn fyrsta Færeyjaflugsins. Kristján Jakobsson flugstjóri, Sigrún Helga Hólm, Laufey Bjarnadóttir og Jóhann Atli Hafliðason.Egill Aðalsteinsson „Ástæðan er til þess að tengja við flugáætlun okkar í Keflavík. Og þá sérstaklega Norður-Ameríku og Grænland. Þessu er sérstaklega stillt upp þannig að flugtímarnir passi vel og við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn frá Norður-Ameríku. Það er mjög gaman að sjá það.“ Með þessu höfði félagið til Færeyinga, Grænlendinga, Íslendinga og Bandaríkjamanna. „Það er gott að dreifa mörkuðunum á milli þessara svæða. Og þá er auðveldara að halda fluginu uppi, gera það arðbært og fylla flugvélarnar.“ Vélin var stútfull hjá ykkur í dag, 76 sæti, og stór hluti voru Bandaríkjamenn? „Já, það var alveg upp undir helmingur að koma frá Bandaríkjunum og fjölmörgum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Það var mjög ánægjulegt að sjá það.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í beinni frá Þórshöfn.Egill Aðalsteinsson Þið hafið verið í samstarfi við Atlantic Airways um Færeyjaflugið, eruð þið núna að fara í samkeppni við Færeyingana? „Það er auðvitað alltaf samkeppni á flugmarkaði en við erum kannski fyrst og fremst að auka tíðnina. Við erum í miklu samstarfi við Atlantic Airways, höfum verið um árabil og erum að auka það núna. En þarna erum við að gera tíðnina meiri, sérstaklega milli Íslands og Færeyja og þá sérstaklega líka tengja við Ameríku, en flugið frá Atlantic er hefur ekki verið á tímum sem henta jafnvel í það.“ Þetta hafa verið tvö, þrjú flug í viku en þeim mun fjölga mjög með þessu? „Já, við erum að bæta við fimm til sex flugum í viku, þannig að það verður daglegt flug og rúmlega það,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair.
Færeyjar Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Samgöngur Tengdar fréttir Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15