Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. maí 2024 07:00 Krónísk óstundvísi er fyrirbæri sem er til, mörgum til ama og kostar vinnuveitendur peninga. Krónísk óstundvísi er til dæmis algengur fylgifiskur fólks með ADHD og í áratugi hafa vísindamenn rannsakað hvers vegna sumir eru alltaf of seinir, en aðrir ekki. Vísir/Getty Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. Segir í fréttinni að þessi óstundvísi hafi valdið því að kostnaður myndarinnar jókst um tugi milljóna Bandaríkjadala. Enda já: Óstundvísi bitnar oftast á öðru fólki og kostar vinnuveitendur peninga. En hvað er krónísk óstundvísi og er hún yfir höfuð fyrirbæri sem er skilgreind sem slík? Svarið er já og það sem meira er: Krónísk óstundvísi hefur verið rannsökuð í áratugi. Þrátt fyrir það er engin ein einföld skýring á því hvers vegna sumum er svona tamt að vera alltaf of seinir, á meðan aðrir upplifa stundvísi sem sjálfsagðan hlut. Sem dæmi um niðurstöður úr rannsóknum má nefna að krónísk óstundvísi er algeng hjá fólki sem almennt vanmetur þann tíma sem það tekur að gera hitt og þetta. Þetta vanmat á tímanum er sagt vera allt að 40%. Þá hafa rannsóknir sýnt að óstundvísi er oft vísbending um að viðkomandi sé það sem á ensku kallast „multi-tasker,“ eða einstaklingur sem er gjarn á að gera marga hluti í einu. Loks eru rannsóknir sem sýna að fólk getur einfaldlega upplifað tíma á mjög ólíkan hátt, sem aftur gerir sumum erfitt með að mæta á réttum tíma. En hvað er til ráða? Jú, vissulega er hægt að leita fanga í ýmsum góðum ráðum. Á vefsíðunni ADDitude er hægt að finna ýmsar skýringar og góð ráð, sem beinast sérstaklega að fólki sem er með ADHD. En við ætlum að rýna í góð ráð sem birt voru í grein Washington Post. Þar er einnig vísað í athyglisbrest og það útskýrt, hvers vegna óstundvísi er oft fylgifiskur þess að vera með ADHD. En þó koma líka fram ýmsar aðrar skýringar. Fyrst má nefna fólk sem glímir við fullkomnunaráráttu. Hún getur þá leitt til þess að viðkomandi er til dæmis lengi að hafa sig til, vill undirbúa sig betur eða klára að gera eitthvað betur þótt það þýði að viðkomandi verður of seinn. Næst má nefna þann hóp fólks sem við í daglegu tali tölum stundum um sem spennufíkla. Þetta er fólk sem þrífst á því að finna adrenalínið flæða, til dæmis vegna þess að það er orðið alltof seint. Síðan er þá Já-fólkið, en þessi hópur á það til að vera of seinn einfaldlega vegna þess að það kann illa að segja Nei við annað fólk, með þeim afleiðingum að það mætir of seint. Loks eru það uppreisnarseggirnir. Sem er svo mikið í mun að vera upp á kant við allt og alla, mótmæla öllu eða að fylgja ekki reglum, að það meira að segja mætir oftast of seint. Hér eru hins vegar góðu ráðin, sem sérfræðingar segi að hjálpi: Gerðu raunhæfa tímaáætlun; til dæmis hversu langan tíma það tekur að komast frá stað A til B. Vertu með klukkur sýnilegar á mjög mörgum stöðum og alltaf; úr, veggklukkur, vekjaraklukkur, ofnklukkur, klukkan í tölvunni, símanum og svo framvegis. Notaðu vekjaraklukku eða tímaklukku sem oftast. Því hluti af vanda fólks sem er óstundvíst er að það er mjög gjarnt á að einfaldlega gleyma sér. Settu þér tímamörk og horfðu frekar á þessi tímamörk en að klára verkefnalista. Ef tíminn rennur út, þarftu að hætta og leggja af stað, þótt þú sért ekki búin/n með verkefnin. Þegar þú átt að mæta einhvers staðar innan skamms, er mikilvægt að byrja helst ekki á neinu öðru sem er tímafrekt eða mjög skemmtilegt. Það á líka við um atriði eins og að vafra á netinu, á samfélagsmiðlum, spila tölvuleiki og svo framvegis. Skráðu öll verkefni og skyldur þannig að þú sért með yfirsýn yfir þau og gott skipulag á hlutunum vel fram í tímann. Einsettu þér að sjá fyrir þér hvernig þér líður þegar þú nærð að mæta á réttum tíma á tiltekinn stað, í samanburði við tilfinninguna að mæta of seint. Stjórnendum og samstarfsfólki er bent á að ef tilefni er til að ræða við einhvern um óstundvísi, er það samtal sem taka á auglitis til auglitis en ekki í opnu rými og innan um aðra. Því óstundvísi er persónulegt vandamál. Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00 Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01 „Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01 Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Sjá meira
Segir í fréttinni að þessi óstundvísi hafi valdið því að kostnaður myndarinnar jókst um tugi milljóna Bandaríkjadala. Enda já: Óstundvísi bitnar oftast á öðru fólki og kostar vinnuveitendur peninga. En hvað er krónísk óstundvísi og er hún yfir höfuð fyrirbæri sem er skilgreind sem slík? Svarið er já og það sem meira er: Krónísk óstundvísi hefur verið rannsökuð í áratugi. Þrátt fyrir það er engin ein einföld skýring á því hvers vegna sumum er svona tamt að vera alltaf of seinir, á meðan aðrir upplifa stundvísi sem sjálfsagðan hlut. Sem dæmi um niðurstöður úr rannsóknum má nefna að krónísk óstundvísi er algeng hjá fólki sem almennt vanmetur þann tíma sem það tekur að gera hitt og þetta. Þetta vanmat á tímanum er sagt vera allt að 40%. Þá hafa rannsóknir sýnt að óstundvísi er oft vísbending um að viðkomandi sé það sem á ensku kallast „multi-tasker,“ eða einstaklingur sem er gjarn á að gera marga hluti í einu. Loks eru rannsóknir sem sýna að fólk getur einfaldlega upplifað tíma á mjög ólíkan hátt, sem aftur gerir sumum erfitt með að mæta á réttum tíma. En hvað er til ráða? Jú, vissulega er hægt að leita fanga í ýmsum góðum ráðum. Á vefsíðunni ADDitude er hægt að finna ýmsar skýringar og góð ráð, sem beinast sérstaklega að fólki sem er með ADHD. En við ætlum að rýna í góð ráð sem birt voru í grein Washington Post. Þar er einnig vísað í athyglisbrest og það útskýrt, hvers vegna óstundvísi er oft fylgifiskur þess að vera með ADHD. En þó koma líka fram ýmsar aðrar skýringar. Fyrst má nefna fólk sem glímir við fullkomnunaráráttu. Hún getur þá leitt til þess að viðkomandi er til dæmis lengi að hafa sig til, vill undirbúa sig betur eða klára að gera eitthvað betur þótt það þýði að viðkomandi verður of seinn. Næst má nefna þann hóp fólks sem við í daglegu tali tölum stundum um sem spennufíkla. Þetta er fólk sem þrífst á því að finna adrenalínið flæða, til dæmis vegna þess að það er orðið alltof seint. Síðan er þá Já-fólkið, en þessi hópur á það til að vera of seinn einfaldlega vegna þess að það kann illa að segja Nei við annað fólk, með þeim afleiðingum að það mætir of seint. Loks eru það uppreisnarseggirnir. Sem er svo mikið í mun að vera upp á kant við allt og alla, mótmæla öllu eða að fylgja ekki reglum, að það meira að segja mætir oftast of seint. Hér eru hins vegar góðu ráðin, sem sérfræðingar segi að hjálpi: Gerðu raunhæfa tímaáætlun; til dæmis hversu langan tíma það tekur að komast frá stað A til B. Vertu með klukkur sýnilegar á mjög mörgum stöðum og alltaf; úr, veggklukkur, vekjaraklukkur, ofnklukkur, klukkan í tölvunni, símanum og svo framvegis. Notaðu vekjaraklukku eða tímaklukku sem oftast. Því hluti af vanda fólks sem er óstundvíst er að það er mjög gjarnt á að einfaldlega gleyma sér. Settu þér tímamörk og horfðu frekar á þessi tímamörk en að klára verkefnalista. Ef tíminn rennur út, þarftu að hætta og leggja af stað, þótt þú sért ekki búin/n með verkefnin. Þegar þú átt að mæta einhvers staðar innan skamms, er mikilvægt að byrja helst ekki á neinu öðru sem er tímafrekt eða mjög skemmtilegt. Það á líka við um atriði eins og að vafra á netinu, á samfélagsmiðlum, spila tölvuleiki og svo framvegis. Skráðu öll verkefni og skyldur þannig að þú sért með yfirsýn yfir þau og gott skipulag á hlutunum vel fram í tímann. Einsettu þér að sjá fyrir þér hvernig þér líður þegar þú nærð að mæta á réttum tíma á tiltekinn stað, í samanburði við tilfinninguna að mæta of seint. Stjórnendum og samstarfsfólki er bent á að ef tilefni er til að ræða við einhvern um óstundvísi, er það samtal sem taka á auglitis til auglitis en ekki í opnu rými og innan um aðra. Því óstundvísi er persónulegt vandamál.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00 Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01 „Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01 Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Sjá meira
Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00
Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01
„Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01
Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01
ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00