Fótbolti

Sjáðu mark Füllkrugs sem kom Dortmund í bíl­stjóra­sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Niclas Füllkrug fagnar eftir að hafa skorað fyrir Borussia Dortmund gegn Paris Saint-Germain.
Niclas Füllkrug fagnar eftir að hafa skorað fyrir Borussia Dortmund gegn Paris Saint-Germain. getty/Xavier Laine

Aðeins eitt mark var skorað í fyrri leik Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Markið gerði Niclas Füllkrug á 36. mínútu með föstu skoti eftir sendingu frá varnarmanninum Nico Schlotterbeck. Þetta var fimmtánda mark þýska landsliðsframherjans á tímabilinu.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora fleiri mörk og PSG átti til að mynda tvö stangarskot í sömu sókninni.

Klippa: Dortmund 1-0 PSG

En mark Füllkrugs skildi liðin að og Dortmund fer því með eins marks forskot í seinni leikinn á Parc des Princes á þriðjudaginn.

Markið sem Füllkrug skoraði má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Drakk átta bjóra fyrir beina útsendingu

Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu.

Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um

Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×