Tekjur Apple drógust saman enn eina ferðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 10:31 Tim Cook er forstjóri Apple. EPA/JOHN G. MABANGLO Tekjur Apple drógust saman í fimmta sinn á síðustu sex ársfjórðungum. Í heildina voru tekjurnar 90,8 milljarðar dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórum prósentum minna en þær voru á sama tíma í fyrra. 90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Apple Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni.
Apple Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira