Innlent

Sátta­semjari boðar til fundar: Fimm dagar til stefnu

Árni Sæberg skrifar
Ástráður Haraldsson Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar.
Ástráður Haraldsson Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast aðgerðir á flugvellinum að síðdegis á fimmtudag.

Þetta staðfestir Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu, í samtali við Vísi. Auk félagsmanna Sameykis hafa félagsmenn í Fé­lagi flug­mála­starfs­manna rík­is­ins samþykkt að hefja aðgerðir á flugvellinum klukkan 16 á fimmtudag. Fyrst um sinn verður um aðrar vinnumarkaðsaðgerðir að ræða en vverkföll en á föstudag mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf á milli klukkan 04 og 08.

Ljóst er að mikið er undir enda lama verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli nánast allt flug til og frá landinu.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. 

Deilandi fylkingar koma sem áður segir saman í Karphúsinu klukkan 12 og því má gera ráð fyrir því að sú krafa verði lögð fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×