Einn stærsti hluthafinn losaði um hlut sinn í Coripharma
Framtakssjóðurinn TFII, meðal annars einn stærsti fjárfestirinn í Coripharma um árabil, seldi nánast allan eignarhlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu til eigin hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Sjóðurinn, sem hafði glímt við rekstrarerfiðleika um nokkurt skeið og sleit samstarfi sínu við Íslensk verðbréf snemma árs í fyrra, tapaði meira en 900 milljónum á árinu 2023 og náði samkomulagi við hluthafa um að leggja honum til aukið fjármagn.
Tengdar fréttir
Stjórn Coripharma setti skráningaráform á ís
Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er ekki í virkum undirbúningi fyrir skráningu á hlutabréfamarkað eins og staðan er í dag, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Innherja.