Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 11:00 Anthony Edwards hefur farið fyrir liði Minnesota Timberwolves sem er að gera frábæra hluti í úrslitakeppni NBA í ár. Getty/Matthew Stockman Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) NBA Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network)
NBA Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn