„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 15:55 Kristrún notaði tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að lýsa því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horfið frá því sem heita má ábyrgð í efnahagsmálum. Bjarni sagði þetta bull og vitleysu. vísir/arnar/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira