Handbolti

Fær­eyingar hárs­breidd frá fyrsta heims­meistara­mótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elias Ellefsen á Skipagøtu skoraði þrettán mörk gegn Norður-Makedóníu.
Elias Ellefsen á Skipagøtu skoraði þrettán mörk gegn Norður-Makedóníu. getty/Marco Steinbrenner

Færeyjar eru á barmi þess að komast á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir stórsigur á Norður-Makedóníu, 34-27, í fyrri leik liðanna í umspili í kvöld. Færeyingar standa því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á laugardaginn.

Færeyjar komust á EM í janúar, þar sem liðið stóð sig vel, og gætu verið á leið á annað stórmótið í röð í ársbyrjun 2025.

Elias Ellefsen á Skipagøtu fór hamförum í leiknum í höllinni á Hálsi í kvöld og skoraði þrettán mörk. Hákun West av Teigum skoraði átta mörk og Vilhelm Poulsen, fyrrverandi leikmaður Fram, sjö. Óli Mittún skoraði sex mörk.

Filip Kuzmanovski skoraði ellefu mörk fyrir Norður-Makedóníumenn sem eiga heldur betur erfitt verkefni fyrir höndum á laugardaginn.

Grikkland leyfir sér að dreyma um fyrsta heimsmeistaramótið frá 2005 eftir fjögurra marka sigur á Hollandi, 31-27, á heimavelli.

Þá vann Rúmenía Tékkland, 31-30, og Spánverjar lögðu Serba að velli, 32-28.

Í kvöld vann Ísland einnig risasigur á Eistlandi í Laugardalshöllinni, 50-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×