Körfubolti

At­lanta Hawks fá fyrsta val­rétt í ný­liða­valinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Trae Young og félagar fá væntanlega vænan liðsstyrk úr nýliðavalinu
Trae Young og félagar fá væntanlega vænan liðsstyrk úr nýliðavalinu vísir/Getty

Það verða Atlanta Hawks sem fá fyrsta valrétt í nýliðavali NBA þetta árið þrátt fyrir að hafa aðeins átt þrjú prósent möguleika á fyrsta valrétti.

Valrétturinn í nýliðavalinu er ákvarðaður út frá ákveðnum líkum þar sem möguleikar liða hækka eftir því sem þau enda neðar í deildinni. Það er þó ekkert gefið í þessari tölfræði eins og sést á því hvernig efstu fjögur liðin röðuðust upp þetta árið. Af fyrstu fjóru liðunum sem fá að velja var aðeins Washington Wizards sem var með tölfræðilíkurnar með sér.

Detroit Pistons, sem enduðu neðstir í deildinni í ár með 14 sigra og settu met yfir flesta tapaða leiki í röð á einu tímabili eða 28, fá aðeins fimmta valrétt þetta árið. 

Flestir spekingar hafa spáð því að annað árið í röð verði franskur leikmaður valinn fyrstur, miðherjinn Alex Sarr. Hann er líkt og Victor Wembanyama gríðarlega hávaxinn en þó um átta cm lægri, eða 216 cm meðan Wembanyama er 224 cm.


Tengdar fréttir

Jöfnuðu annað met sem enginn vill eiga

Leikmenn Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta hafa ekki haft mikla ástæðu til að fagna undanfarnar vikur og mánuði. Liðið tapaði sínum 28. leik í röð í nótt.

Pistons vann loksins leik

Detroit Pistons slapp við að skrá sig í sögubækurnar fyrir lengstu taphrinu í sögu NBA-deildarinnar er liðið náði loksins að vinna leik í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×