Skoðun

Breytum reiði í gleði

Natan Kolbeinsson skrifar

Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. Út í heimi sáum við hvernig fólk sem kenndi útlendingum og minnihlutahópum fyrir það hvernig fór sækja í sig veðrið og komast á þing víða. Nú 14 árum seinna er aftur mikil reiði í samfélaginu og fólkið sem komst á þing víða um heim kennandi öðrum um vandamál okkar eru nú komin í valdastöður.

Þegar reiðin erlendis fór í þá átt að kenna öðrum um náði Jón Gnarr að beisla reiðina og breytti henni í gleði og gaman með Besta flokknum. Við sluppum við það að reiðin breyttist í hatur hér á landi og núna getum við gert það aftur því hann er í framboði til forseta lýðveldsins!

Gleði er nefnilega eitt sterkasta vopnið gegn reiði og þar keppir Jón í algjörum sérflokki. Hann hefur ekki bara fengið okkur til að hlæja í áratugi heldur reynsluna að breyta reiði í gleði og það er það sem við þurfum svo sárlega á að halda núna.

Ég er búinn að fá nóg af þessari reiði og búinn að fá nóg af þessum leiðindum sem fylgja henni. Ég vil sjá meiri gleði og gaman í samfélaginu. Ég vil að rödd lista og sköpunar fái að heyrast í stjórnkerfinu. Ég vil Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands.

Ég grátbið ykkur því um að kjósa þennan miðaldra mann!

Höfundur er áhugamaður um gleði og gaman.




Skoðun

Sjá meira


×