Með réttlætið að leiðarljósi Bergdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2024 22:01 Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun