Lífið

Fleiri snið­gengu en ekki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hera Björk var sú áttunda á svið á þriðjudagskvöldið. 
Hera Björk var sú áttunda á svið á þriðjudagskvöldið.  Vísir/EPA

Fleiri slepptu því að horfa á keppniskvöld Íslands í Eurovision þriðjudagskvöldið 7. maí heldur en horfðu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Prósents en þar kemur fram að tæplega þriðjungur þjóðarinnar hafi horft á umrætt Eurovision kvöld.

Fram kemur að 32 prósent þjóðarinnar hafi horft á forkeppnina þar sem Hera Björk steig á svið. 36 prósent horfðu ekki vegna þátttöku Ísraela í Eurovision. 22 prósent horfðu ekki því þau horfa sjaldan eða aldrei á keppnina og 11 prósent horfðu ekki vegna nnarra ástæðna.

Könnunin var framkvæmd 7. til 12. maí. Um var að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtak var 2500 einstaklingar 18 ára og eldri og var svarhlutfall 51,2 prósent.

Prósent

Konur sniðgengu frekar en karlar

Marktækt fleiri konur en karlar horfðu ekki á forkeppnina vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. 45 prósent kvenna sleppti því að horfa af þessari ástæðu en 27 prósent karla. Þá horfðu yngri aldurshópar mun síður á forkeppnina en eldri aldurshópar.

Prósent

Marktækt fleiri í aldurshópnum 18 til 34 ára horfðu ekki á forkeppnina vegna þátttöku Ísrael en aðrir aldurshópar. Þau sem eru 55 ára og eldri horfðu marktækt frekar á forkeppnina en þau sem eru 44 ára og yngri.

Þá voru kjósendur tveggja flokka líklegri til að horfa frekar á forkeppnina. Þau sem svöruðu að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins ef gengið yrði til þingkosninga í dag horfðu marktækt frekar á forkeppnina en þau sem myndu kjósa Samfylkingu, Viðreisn, Pírata eða Sósíalistaflokkinn.

Prósent

Prósent





Fleiri fréttir

Sjá meira


×