Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Rue de Net

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Einarsdóttir.
Guðrún Einarsdóttir. Aðsend

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Guðrún sé viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hafi undanfarin sautján ár gegnt fjölbreyttum stjórnunarstörfum. 

„Hún var meðal lykilstjórnenda hjá Nova í 12 ár og var fyrsti mannauðsstjóri WOW air. Á árunum 2019–2023 starfaði hún sem forstöðumaður markaðsmála og þjónustu hjá Orku náttúrunnar og sat þar í framkvæmdastjórn. Síðastliðið ár hefur Guðrún verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi,“ segir í tilkynningunni.

Rue de Net sérhæfir sig í alhliða viðskiptalausnum í skýinu, lausnum á borð við Business Central og LS Central ásamt því að þróa eigin hugverk. Um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×